Neðri borg (The City Below) by Thorgrimur Andri Einarsson

Reykjavík (Iceland)

Ragnhildur Björt Björnsdóttir

Þegar vatnið hvarf 

Það byrjaði allt með einum dropa. Og öðrum sem fylgdi í kjölfarið. Og fljótlega voru allar götur borgarinnar komnar á bólakaf og fólkið innlyksa í litlum íbúðum sínum. Þannig hafði lífið verið frá því að Maríanna mundi eftir sér. Hún þekkti ekki annað en lífið inni í litlu íbúðinnni með fjölskyldunni. Amma sagði henni oft sögur frá ungdómsárum sínum, þegar hægt var að valsa um allt. Hún hafði verið jafngömul Maríönnu þegar regnið kom. Og á árunum sem á eftir komu hafði hún alið upp 15 börn án nokkurra vandræða. Og nú bjuggu þau öll undir sama þaki; Amma, Mamma, systkin Mömmu og Maríanna. En Mamma sagði aðrar sögur en Amma. Hún sagði sögur af fólki sem hafði reynt að flýja heimili sín í von um annað og betra líf ofanvatns. En í örvæntingu sinni hafði fólkið gleymt að loka á eftir sér svo húsin fylltust af vatni á örskotsstundu og skyldi flóttafólkið eftir allslaust. Þrátt fyrir þessar frásagnir Mömmu hafði Maríönnu alltaf langað til þess að prófa að fara út. Jafnvel þótt hún þekkti ekki annað en myrkrið og innilokunina, og var nokkuð sátt í sínu, þráði hún að skoða það sem var fyrir utan. Hún vissi af öðru fólki, það bjó í íbúðunum í kring, og ef hún var heppin sá hún glitta í það á sunnudagskvöldum eftir að ljósin voru slökkt. Þetta fólk var alveg eins og Maríanna, þekkti ekki annað en myrkrið.

Eitt slíkt sunnudagskvöld sat Maríanna einu sinni sem oftar við gluggann í þeirri von að sjá stelpuna sem bjó í næsta húsi. Maríanna hafði oft séð hana á sunnudögum, því stelpunni fannst greinilega líka gaman að horfa út. Klukkan var farin að nálgast háttatíma þegar skyndilega byrjuðu að heyrast voðalegar drunur. Maríanna vissi ekki hvaðan þær komu, en þegar hún leit í átt að húsi stelpunnar sá hún það ganga í bylgjum. Vatnið sem umlukti húsið stóð auðvitað aldrei kyrrt, en þessar bylgjur voru annars eðlis. Maríanna þekkti þær ekki, og hún þekkti allt. Hún leit niður eftir sínu húsi og sá að það gekk líka í bylgjum. Og svo, eins og fyrir töfra, gufaði allt vatnið upp. Myrkrið sem áður hafði hulið veröld Maríönnu breyttist nú í ljós, og augu hennar brunnu við alla þessa nýfengnu birtu og það sveif á hana svo hún féll í ómegin. Þegar hún loksins rankaði við sér stóðu Mamma, Amma og systkin Mömmu stumrandi yfir henni, greinilega hálfvönkuð sjálf. Maríanna virti ljós andlit þeirra fyrir sér og tók nú eftir hlutum sem hún hafði ekki séð áður í myrkrinu. Mamma var ekki með dökkgrá augu heldur fölgræn og hárið á Ömmu var ekki svart sem íbenholt heldur ljósbrúnt eins og kastaníuviðarborðið sem Maríanna hafði séð glitta í í íbúð stelpunnar. Stelpan! Ætli hún hafi líka tekið eftir þessu? Maríanna hljóp að glugganum en brá hryllilega þegar hún leit út. Þar sem áður hafði verið ríkulegt kóralrif var nú auðn, kóralarnir voru gráir og líflausir og allar þær lífverur sem höfðu notið góðs af rifinu lágu dauðar í kring. Hrúðukarlarnir sem höfðu legið makindalega á húsi Maríönnu voru nú ekkert nema minningin ein. Maríanna varð sorgmædd þegar hún hugsaði til allra fiskanna sem höfðu synt framhjá og hún hafði leikið sér að telja. Nú var ekkert líf, engin hamingja. Maríönnu langaði að fara að gráta þegar hún heyrði útidyrnar opnast. Hún gægðist út um gluggann og sá hvernig Amma steig eitt skref út í auðnina, en féll svo kylliflöt niður. Maríanna veinaði og Mamma og systkinin flýttu sér niður til að hjálpa Ömmu, en rétt eins og hún féllu þau öll niður og lágu hreyfingarlaus. Maríanna sá fljótlega að þau voru ekki ein um það, því um alla götuna lá fullorðna fólkið hreyfingarlaust í auðninni. Maríanna sá að hún yrði að halda sig inni ef hún ætti að komast lífs af, svo hún hljóp niður til að loka dyrunum. En þegar Maríanna teygði sig í húninn fann hún skyndilega fyrir óstjórnlegri þrá til þess að stíga út. Það lá bara fullorðið fólk úti á götu, svo kannski var óhætt fyrir hana, sem var ennþá bara barn, að prófa. Hún lét höndina falla og steig út með vinstri fótinn. Það síðasta sem hún sá var stelpan í næsta húsi grátandi í dyragættinni. Svo varð allt svart.


The Day the Water Vanished

It all started with a single drop. And the others that followed thereafter. And soon, all the streets of the city were submerged, and the people trapped inside their little apartments. It’s the way life had been for as long as Maríanna could remember. Life inside the little apartment she shared with her family was all she knew. Her grandmother often told her stories from when she was a girl, back when you could waltz about anywhere you felt like. She’d been Maríanna’s age when the rain came. In the years since, she’d raised 15 children without any trouble. And now they all lived under the same roof: Grandma, Mama, Mama’s siblings, and Maríanna. But Mama told different stories. She told stories about the people who’d tried to flee their homes in the hope of another and better life on the water’s surface. But in their desperation, they forgot to close their doors and their houses filled with water in the blink of an eye, leaving the refugees with nothing. But despite her mother’s stories, Maríanna had always wanted to try to go out. Even though she knew nothing beyond darkness and confinement and was actually content with both, she longed to investigate what lay beyond. She was aware of the other people who lived in the surrounding apartments and when she was lucky, she caught glimpses of them on Sunday evenings after the lights were turned off. Those people were just like Maríanna—they knew nothing but darkness.

On one such Sunday evening, Maríanna was sitting at the window like she usually did, in the hope of seeing the girl who lived in the building next door. Maríanna had often seen her on Sundays—the girl clearly enjoyed looking out. It was getting close to bedtime when she suddenly heard an ominous rumble. Maríanna couldn’t tell where it was coming from, but when she looked in the direction of the girl’s house, she saw giant, undulating waves. The water surrounding the building was never still, of course, but these waves were something entirely new. They didn’t look familiar to Maríanna and everything looked familiar to Maríanna.

She looked down at her own building and saw the same billowing waves there. And then, as if by magic, all the water evaporated. The darkness that had previously shrouded Maríanna’s world now turned to light and her eyes burned with the sudden brightness. She swooned, crumpling to the ground. When she finally came round again, Mama, Grandma, and all her aunts and uncles were trying to help her, although they clearly felt a bit dizzy themselves. Maríanna looked at their faces in the light and noticed things she hadn’t seen before in the darkness. Mama’s eyes weren’t dark gray, but rather light green, and Grandma’s hair wasn’t black as ebony, but rather a light brown, like the chestnut table that Maríanna had seen in the girl’s apartment.

The girl! Had she seen what had happened? Maríanna ran to the window and got a terrible shock when she looked out. Where once had been an abundant coral reef was now a wasteland—the coral was gray and lifeless and all the organisms that had reaped the benefits of the reef now lay dead around it. The barnacles that had hugged the sides of Maríanna’s building were now no more than a memory. Maríanna was broken-hearted thinking about all the fish she’d made a game of counting as they swam past the window. There was no life any more, no joy.

Maríanna wanted to cry when she heard the front door open. She peeked through the window and saw Grandma take a single step into the wasteland before falling flat on the ground. Maríanna screamed and Mama and her siblings hurried down to help Grandma, but then they all fell to the ground and lay there motionless, just like Grandma had done. Maríanna quickly realised that they weren’t the only ones because she could see adults lying motionless on the ground all down the street. Maríanna realised she’d have to stay inside if she wanted to survive, so she ran downstairs to close the door. But as she reached for the doorknob, she was overcome with an uncontrollable desire to step outside. It was only adults who were lying in the street, so maybe it wasn’t dangerous for her, still a kid, to try. She let her hand drop and stuck out her left foot. The last thing she saw was the girl in the building next door, crying in the doorway. Then everything went black.

Translated by Larissa Kyzer

 

Ragnhildur Björt Björnsdóttir er 19 ára gamall rithöfundur úr Laugardalnum í Reykjavík. Hún stundar nám í sagnfræði og þýsku við Háskóla Íslands og lærir einnig á píanó. Frá því að hún fór að stinga niður penna hefur Ragnhildur skrifað sögur og ljóð og henni finnst fátt skemmtilegra en að segja sögur. Ljóð eftir Ragnhildi Björt hafa birst í Tímariti Máls og menningar og skólablaðinu Hamraskáldin og fyrsta ljóðabók hennar, í Sannleika sagt, kom út árið 2021. Ragnhildur Björt hefur verið meðvituð um umhverfismál frá unga aldri og leggur sitt af mörkum við að sporna við hlýnun jarðar.

Ragnhildur Björt Björnsdóttir is a 19 year old writer from Laugardalur neighbourhood in Reykjavík. She studies History and German at the University of Iceland and also takes piano lessons. Since she first learned to put pen to paper, Ragnhildur has written stories and poetry and one of her absolute favorite pastimes is storytelling. Her poems have appeared in the literary magazine TMM as well as the student paper Hamraskáld and in 2021 she published her first book of poetry, Í Sannleika sagt (In All Truth). Ragnhildur has been aware of environmental issues from an early age and makes an effort in her everyday life to counter global warming. 


Larissa Kyzer er rithöfundur og þýðandi úr íslensku yfir á ensku. Þýðing hennar á skáldsögu Kristínar Eiríksdóttur, A Fist or a Heart (Amazon Crossing) hlaut þýðingaverðlaun American Scandinavian Foundation árið 2019. Hún hefur þýtt ljóð, smásögur, barnabókmenntir, leikverk, fræðitexta og skáldsögur og ritstýrði nýlega ,On the Periphery' sem gestaritstjóri fyrir 'Words Without Borders', þar sem sjónum var beint að íslenskum samtímabókmenntum.

Larissa Kyzer is a writer and Icelandic to English literary translator. Her translation of Kristín Eiríksdóttir’s A Fist or a Heart (Amazon Crossing) was awarded the American Scandinavian Foundation’s 2019 translation prize. She has translated poetry, short stories, literature for children, theatrical works, nonfiction, and novels and recently guest edited 'On the Periphery', a spotlight on new Icelandic writing for ‘Words Without Borders’.